Líður að skólasetningu og kynningum á skólastarfinu

Undanfarna starfsdaga hefur starfsfólks skólans verið á fullu við undirbúning skólastarfsins fyrir skólaárið 2019-2020.

Á myndinni sjáum við kennara úr öllum grunnskólum Árborgar á námskeiði Vöndu Sigurgeirsdóttur um leiðir til að efla bekkjaranda og að vinna með jákvæða og neikvæða leiðtoga. Var námskeiðið haldið í Vallaskóla sl. mánudag.

Á morgun, fimmtudaginn 22. ágúst 2019, hefst svo 18. starfsár Vallaskóla með setningu skóla í íþróttahúsi skólans (sjá nánar í frétt um skólasetninguna hér á heimasíðunni hér).

Við viljum minna foreldra og forráðamenn á kynningu á skólastarfi vetrarins sem fer fram í kjölfarið á skólasetningunni. Umsjónarkennarar sjá um það venju samkvæmt.