Kaktuskarlinn og ævintýri hans

IMG_9139mÍ íslensku-vali í 9. bekk hafa nemendur unnið með barnabókmenntir sem þema. Þeir lásu barnabók og kynntu. Í kjölfarið voru umræður um það hvað einkenndi barnabækur. Þá fengu nemendur það verkefni að semja ævintýri sem væri ætlað börnum í 1. og 2. bekk. Þessi frábæri valhópur samdi og myndskreytti ævintýri. Sú vinna var mjög skemmtileg og spunnust oft mjög flottar rökræður um innihald, söguþráð, persónur og fleira. Að lokum var svo ævintýrið myndskreytt.

samsöngur og upplestur 9b 004m

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá var komið að upplestri og heimsóttu nemendur yngstu tvo árgangana í skólanum og lásu ævintýrið, sýndu myndirnar og spurðu nemendur út úr söguþræðinum. Þetta vakti mikla lukku, ævintýrið þótti fyndið og eldri nemendum fannst mjög skemmtilegt að heimsækja yngstu bekkina. Það hefur komið fram ósk um að ævintýrið verði lesið í 3. og 4. bekk og verður það gert eftir áramótin.

Verkefnið vakti mikinn áhuga og hafa nemendur lagt fram þá ósk um að semja sögu fyrir miðstigið. Fer sú vinna af stað eftir áramótin.

Guðbjörg Grímsdóttir, íslenskukennari.