Jólin koma

…segir í laginu og nú er aðventan hafin – undirbúningurinn fyrir jólin. Skreytingadagur var haldinn sl. föstudag í Vallaskóla.

Margir þekkja gluggaskreytingarnar í Sandvík en þær hafa yljað mörgum um hjartarætur á aðventunni. Þessar skreytingar voru nú færðar yfir á Sólvelli og nú má sjá þessar myndir í flestum gluggum á Sólvöllum. Valhöll var skreytt með svipuðu sniði.

Að venju var drukkið kakó og borðaðar smákökur við dynjandi jólatónlist. Senn líður svo að litlu jólunum.

Myndirnar tala svo sínu máli. Sjá má fleiri myndir í albúmi undir ,,myndefni“.