Iðnnám

Guðríður Egilsdóttir, kokkur og matreiðslumeistari, kom og sýndi nemendum 9. bekkjar í iðnnámsvalinu hvernig vinnuferli og vinnuaðferðir kokkar vinna eftir.

Það er dýrmætt og ánægjulegt að fá slíka heimsókn en Vallaskóli hefur notið mikillar góðvildar hjá fyrirtækjum og stofnunum í þessum efnum í tengslum við iðnnámið, bæði í 9. og 10. bekk.