Hópur kennara frá Eistlandi kom nýverið í heimsókn til Árborgar og kynnti sér menntamál og skólastarf í sveitarfélaginu. Gestirnir eru frá bænum Võru á sunnanverðu Eistlandi. Tekið var á móti þeim m.a. í Vallaskóla með tveggja tíma dagskrá. Nemendur í 8. bekk sýndu skólann. Ennfremur hlýddu gestirnir á fyrirlestur Más I. Mássonar um spjaldtölvuverkefni skólans og fyrirlestur Önnu Lindu Sigurðardóttur um móttöku flóttamanna.
