Komdu að vinna með okkur á Bifröst!

Forstöðumenn frístundaheimila í Árborg

Hjá Vallaskóla og Sunnulækjarskóla á Selfossi eru lausar 100% stöður forstöðumanna frístundaheimilanna Bifrastar við Vallaskóla og Hóla við Sunnulækjarskóla. Á báðum stöðum eru skráðir að jafnaði u.þ.b. 150 nemendur.

 

Leitað er að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingum með háskólamenntun sem gagnast í starfi. Á frístundaheimilunum er boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 6-9 ára barna lýkur. Megináhersla í starfi frístundaheimilanna er fjölbreytt frístundastarf og frjáls leikur með börnum.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

* Umsjón og ábyrgð á starfsemi frístundaheimilisins fyrir 6-9 ára börn

* Skipulagning starfsins í samráði við starfsfólk frístundaheimilisins

* Samskipti og samstarf, m.a. við foreldra

* Þátttaka í að móta stefnu og framtíðarsýn

* Umsjón með starfsmannamálum

* Umsjón og ábyrgð með rekstri frístundaheimilisins í samráði við skólastjórnendur.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

* Háskólapróf á uppeldissviði; tómstunda- og félagsmálafræði eða sambærileg menntun

* Reynsla af starfi með börnum

* Reynsla af stjórnun

* Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

* Skipulags- og stjórnunarhæfileikar

* Áhugi á frístundastarfi

* Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfi á frístundaheimili

* Færni í samskiptum

* Góð íslenskukunnátta.

 

Störfin eru laus frá 1. janúar 2018.

 

Frekari upplýsingar veita:

Vallaskóli/Bifröst: Ástrós Rún Sigurðardóttir, sími 480-5800, netfang: astros@vallaskoli.is

Sunnulækjarskóli/Hólar: Sigrún Sighvatsdóttir, sími 480-5400, netfang sigruns@sunnulaekjarskoli.is

 

Umsóknarfrestur er til og með 3. desember 2017. Starfið hæfir jafnt konum sem körlum. Laun fara eftir kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

 

Umsókn vegna Bifrastar sendist Þorvaldi H. Gunnarssyni, skólastjóra, thorvaldur@vallaskoli.is

Umsókn vegna Hóla sendist Birgi Edwald, skólastjóra, birgir@sunnulaek.is