Fundur 20, 3. apríl 2006

1. Flutningur nemenda unglingadeildar Vallaskóla.
2. Vegna samþykktar bæjarráðs.
3. Fulltrúa í foreldraráð.
4. Lestur námskrár.

Mætt voru: Guðrún Tryggvadóttir formaður, Ingibjörg E.L. Stefánsdóttir ritari, og Birgir Leó Ólafsson meðstjórnandi.

1. Flutningur nemenda unglingadeildar Vallaskóla.

Hvaða nemendur á að flytja í Sunnulækjarskóla? Stendur til að allir nemendur unglingastigs verði fluttir eða á eingöngu að flytja þá sem eiga skólasókn í Sunnulækjarskóla miðað við búsetu?

2. Vegna samþykktar bæjarráðs.

Foreldraráði finnst eðlilegt að fulltrúar þeir sem skólastjórar eiga að tilnefna í vinnuhóp sem skipuleggja á flutning nemenda unglingadeildar Vallaskóla í Sunnulækjarskóla í ágúst 2007 verði úr röðum nemenda og foreldra. (sjá 167.fund Bæjarráðs Árborgar – www.arborg.is)

3. Fulltrúa í foreldraráð.

Enn gengur illa að manna foreldaráð Vallaskóla enda upplifa meðlimir ráðsins mikla fjarlægð við það sem er að gerast innan veggja skólans og finnst þeir lítið upplýstir um gang mála svo störf innan ráðsins skila litlum árangri.

4. Lestur námskrár.

Enn hefur ráðið engin svör fengið yfir hvaða námsfög er óskað að ráðið lesi yfir þrátt fyrir fyrirspurn þess efnis í lok janúar 2006.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:00.

Guðrún Tryggvadóttir

Ingibjörg E.L Stefánsdóttir

Birgir Leó Ólafsson