Fundargerð skólaráðs 6. mars 2019

Fundur í skólaráði Vallaskóla

Fundur haldinn 06.03.2019 kl. 17:00

Mætt voru: Guðbjartur Ólason, Inga Dóra Ragnarsdóttir, Gunnar Páll Pálsson, María Ágústsdóttir, Guðrún Eylín Magnúsdóttir, Kristjana Hallgrímsdóttir, Helena Freyja M. S. Marísdóttir og Patrekur Þór Guðmundsson Öfjörð.

  1. Skólastjóri setur fundinn.
  2. Skóladagatal 2019-2020 kynnt.

Allt með svipuðu formi og áður og samþykkt á fundi.

  1. Hugmyndir um seinkun tímaáss efsta stigs.

Rætt án niðurstöðu. Er ekki á dagskrá en eðlilegt að þessar hugmyndir séu ræddar. Góð rök bæði með og á móti en mikinn undirbúning þarf áður en þessar hugmyndir verða að veruleika. Mögulega lýðræðisleg kosning á meðal unglinga. Taka þarf með í reikninginn að svona ákvörðun getur haft áhrif á allt samfélagið.

  1. Næsta skólaár.

Hugmynd hvort nemendur gætu farið í skólabúðir.

Meira samstarf foreldra og skóla.

Rætt um matartíma á yngsta stigi.

  1. Önnur mál.

GPP: Skólaferð innan héraðs, hugmyndir að koma slíku á á Laugarvatni. Þyrfti að vera á skóladagatali og þá um leið hluti af skólastarfi. Kostnaður þyrfti að vera í algjöru lágmarki/jafnvel enginn kostnaður fyrir foreldra.

Foreldratenglar. Mögulega virkja nemendaráð í samstarf við tengla í elstu bekkjunum. Þyrfti að vera minna um kostnaðarsamar ferðir og meira um samveru.

Næsti fundur 10. apríl 2019.

Fundi slitið kl. 18:20.