Fundargerð skólaráðs 27. nóvember 2013

Fundur haldinn í skólaráði Vallaskóla miðvikudaginn 27. nóvember kl. 17:00 í kennslustofu 19.

Mætt eru: Guðbjartur, Gunnar Þorsteinsson, Hrönn Bjarnadóttir, Guðrún Eylín, Svanfríður, Helga R. Einarsdóttir, Þóra Jónsdóttir og fundarritari Jón Özur.

1. Mál: Kannanir og sjálfsmat. Guðbjartur útlistar og skýrir út þessi hugtök í tengslum við skólastarf Vallaskóla. Ræðir einelti og hvernig það hefur minnkað í daglegu starfi. Segir frá samræmdum prófum og stöðu þeirra. Greinir frá niðurstöðum í Skólapúlsinum sem eru reglubundnar kannanir hjá kennurum, nemendum og starfsmönnum. Fyrst og fremst mælitæki sem getur leitt til úrbóta.

2. Mál: Guðbjartur fjallar um húsnæðismál og framtíðarsýn í þeim efnum. Tiltekur nokkrar framkvæmdir sem eru nauðsynlegar í komandi framtíð og forgangsröðun.

3. Mál: Spjallar um skólaþing og hvernig hægt er að virkja áhuga og þátttöku foreldra. Dreifir eineltisáætlun skólans til fulltrúa í skólaráði.

4. Mál: Önnur mál. Almenn umræða um sóknarfæri í skólamálum, hvar má gera betur og hvar skólinn er að gera vel.

Fundi slitið kl. 17:50

Jón Özur

Svanfríður Guðm.

Þóra Jónsdóttir

Helga R. Einarsd.

Gunnar Bragi Þorsteinsson

Hrönn Bjarnad.

Guðrún Eylín

Guðbjartur