Fundargerð skólaráðs 24. apríl 2018

Fundur í skólaráði þriðjudaginn 24. apríl 2018 kl. 16:30 í stofu 16, Vallaskóla.

Mætt: Þorvaldur H. Gunnarsson, skólastjóri Vallaskóla, Sigurborg Kjartansdóttir aðstoðarskólastjóri, Magnea Bjarnadóttir, fulltrúi annars starfsfólks, Ingunn Guðjónsdóttir, fulltrúi kennara, Guðrún Þóranna Jónsdóttir, fulltrúi grenndarsamfélags, Íris Gunnarsdóttir og Lovísa Þórey Björgvinsdóttir fulltrúar nemenda.

Forföll: Fulltrúar foreldra.

 

Dagskrá:

Skólastjóri setti fund, bauð skólaráð velkomið til fundar og kynnti dagskrá fundarins. Hann óskaði eftir að fresta til næsta fundar lið 2 sem eru niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins. Var það samþykkt.

  1. Niðurstöður Olweusar könnunar. Könnunin var lögð fyrir í desember í Vallaskóla og var svörun í 5. – 10. bekk 88,7%. Á landinu öllu var meðaltalssvörun 92.3%. Í Vallaskóla var könnunin tekin rafrænt á síma eða á spjaldtölvu. Fram kom að einelti hefur aukist á milli ára um 1,6%, er nú 6,4% og liggur þó á landsmeðaltali. Fram kemur í skýrslu verkefnisstjóra Vallaskóla að í skólasamfélaginu sé mikilvægt að viðhalda orðræðunni um að taka afstöðu gegn einelti, eins og að ræða vanlíðan og hvernig eigi að styrkja brotna sjálfsmynd. Nefna má að umbótaáætlun fór af stað sl. haust í 7. bekk Vallaskóla þar sem unnið var með skólavinaverkefni frá is sem gaf góða raun.

Skýrsla Gegn einelti 23. apríl 2018 er fylgiskjal fundargerðar.

  1. Elsta stig, vinnusmiðjur – nýjustu fréttir. Þróunarverkefni. Stefnt er að því að innleiða smiðjuvinnu í 8. – 10. bekk með þverfaglegu námi og teymiskennslu allra kennara á elsta stigi. Fimm bókleg fög verða samkennd á stiginu: Íslenska, enska, danska, náttúrufræði og samfélagsfræði. Að verkefninu koma allir kennarar á efsta stigi og margir þeirra munu taka að sér umsjónarhópa. Rætt um mat á verkefninu.
  2. Önnur mál.  a. Útigarðar spurt var um stöðu þeirra. Þorvaldur sagði að það væri bið eftir teikningum en útigarðarnir eiga að vera tilbúnir í haust. Einnig hefur verið ákveðið að bæta við lausum stofum sem koma vestan við skólann og verða tengdar við vesturálmuna á Sólvöllum. Áætluð fjölgun í Vallaskóla haustið 2018 er um 50 nemendur. b. Ráðinn hefur verið aðstoðarskólastjóri við Vallaskóla, Þorvaldur H. Gunnarsson. Einnig hefur verið sótt til bæjarráðs Árborgar um að bæta aftur við deildarstjóra á miðstigi en sú staða var lögð niður 2008.

Næsti fundur skólaráðs verður þriðjudaginn 22. maí 16:30.

Fleira ekki tekið fyrir og Þorvaldur H. Gunnarsson skólastjóri sleit fundi kl. 18:00

Guðrún Þóranna Jónsdóttir ritaði fundargerð.