Fundargerð skólaráðs 21. nóvember 2018

Fundur í skólaráði Vallaskóla

Fundur haldinn 21.11.2018 kl. 17:00

Mætt voru: Guðbjartur Ólason, Inga Dóra Ragnarsdóttir, Gunnar Páll Pálsson, María Ágústsdóttir, Kristjana Hallgrímsdóttir, Guðrún Eylín Magnúsdóttir, Halldóra Heiðarsdóttir, Patrekur Þór Guðmundsson Öfjörð og Helena Freyja M. S. Marísdóttir.

 1. Skólastjóri setur fundinn og nýjir fulltrúar kynna sig.

Guðbjartur Ólason skólastjóri

Inga Dóra Ragnarsdóttir, fulltrúi grenndarsamfélags

Gunnar Páll Pálsson, fulltrúi foreldra

María Ágústsdóttir, fulltrúi foreldra

Kristjana Hallgrímsdóttir, fulltrúi kennara

Guðrún Eylín Magnúsdóttir, fulltrúi kennara

Halldóra Heiðarsdóttir, fulltrúi annars starfsfólks

Patrekur Þór Guðmundsson Öfjörð, fulltrúi nemenda

Helena Freyja M. S. Marísdóttir, fulltrúi nemenda

 1. Starfsáætlun Vallaskóla

Starfsáætlun er lifandi plagg sem er endurskoðað að lágmarki ár hvert.

Sjá á heimasíðu Vallaskóla . Athugasemdir frá fulltrúum um starfsáætlun eru vel þegnar.

 1. Ákvæði grunnskólalaga um skólaráð kynnt fyrir fulltrúum í skólaráði.
 2. gr.Skólaráð.
   Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar. 
   [Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári. Heimilt er, með rökstuddri greinargerð, að sækja tímabundið um undanþágu frá ákvæði þessarar málsgreinar til ráðuneytis. Ráðherra er heimilt að fela Menntamálastofnun að annast undanþágur samkvæmt þessari grein. Í greinargerð þarf að koma fram með hvaða hætti verkefnum skólaráðs verður sinnt. Gildar ástæður þurfa að vera fyrir veitingu undanþágu, svo sem fámenni eða sérstaða.] 1) 
   Ráðherra setur reglugerð 2) um starfsemi skólaráða í samráði við samtök sveitarfélaga, kennara og foreldra. 
      1)L. 91/2015, 10. gr. 2)Rg. 1157/2008
 1. Samstarf um auknar eldvarnir

Eldvarnarbandalagið og Brunavarnir Árnessýslu gera með sér samkomulag um samstarf um aukningu eldvarna og innleiðingu eigin eldvarnareftirlits:

Sameiginlegt markmið aðila er að efla eldvarnir í stofnunum sveitarfélaga á starfssvæði Brunavarna Árnessýslu og á heimilum starfsfólks með kjöri eldvarnarfulltrúa, fræðslu til hans og starfsfólks.

Innleiðing verkefnis hefst í nóvember 2018 með útnefningu eldvarnarfulltrúa og fræðslu fyrir hann og annað starfsfólk. Framkvæmd eigin eldvarnareftirlits hefst 15. janúar 2019.

Brunavarnir Árnessýslu sjá um utanumhald verkefnisins, gefa út gátlista sem viðkomandi stofnun getur framkvæmt eigið eldvarnareftirlit eftir.

Eldvarnarbandalagið sér um kynningu á verkefninu fyrir forstöðumenn stofnana, gefur út leiðbeiningar og fræðsluefni án endurgjalds, t.d. glærur, kynningarbæklinga, leiðbeiningar um eigið eldvarnareftirlit og fleira.

Gert er ráð fyrir að tólf mánuðum eftir innleiðingu eigin eldvarnareftirlits verði spurningalisti um framkvæmd og árangur lagður fyrir eldvarnarfulltrúa. Niðurstöður veðra settar í stutta greinagerð og kynnar á sameiginlegum fundi.

 1. Reglur um samskipti skóla og trúfélaga í Árborg
 1. Í samskiptum skóla og trúfélaga skal taka mið af þeim lögum og reglugerðum um leik- og grunnskóla sem eru í gildi hverju sinni og skólastefnu sveitarfélagsins. Út frá áherslum í skólastefnu Árborgar 2013-2016 skal meðal annars taka mið af eftirfarandi leiðarljósi og markmiðum: Leiðarljós: Skólar skulu leitast við að vera í góðum tengslum við nærsamfélag sitt og nýta þau tækifæri sem það hefur upp á að bjóða. Marmið: Virk og góð tengsl séu á milli samfélagsins og skólans þar sem gagnkvæm virðing ríkir gagnvart þörfum og skyldum allra aðila. · Skólar leitast við að efla skilning nemenda á uppbyggingu nærsamfélagsins.
 2. Í samskiptum skóla og trúfélaga skal leggja áherslu á mikilvægi vandaðrar trúarbragðafræðslu í fjölmenningarsamfélagi. Þættir í slíkri fræðslu geta verið vettvangsheimsóknir til trúfélaga og að fulltrúum þeirra sé boðið í kennslustund til að fræða um trú sína og trúfélag. Mikilvægt er að fræðsla þessi og heimsóknir séu á vegum skólans og í þeim tilgangi að fræða nemendur um tiltekin trúarbrögð, inntak þeirra, helgidóma og siði en feli ekki í sér innrætingu tiltekinna trúarskoðana eða tilbeiðslu. Vettvangsheimsóknir til trúfélaga og heimsóknir fulltrúa þeirra í skóla skulu taka mið af ofangreindu og vera innan ramma aðalnámskráa og skólastefnu Árborgar.
 3. Heimsóknir í kirkjur í tengslum við stórhátíðir kristninnar telst hluti af fræðslu um trúarhátíðir og menningarlega arfleifð þjóðarinnar. Gæta þarf þess að foreldrar og skólaráð séu upplýstir tímanlega um námstilhögun, námsefni og vettvangsferðir.
 4. Forðast skal eftir fremsta megni að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum. Um almenna kynningu eða auglýsingar á starfsemi trúfélaga í skólum skulu gilda sömu reglur og um kynningu annarra félagasamtaka. Reglur þessar grundvallast á þeim meginviðmiðum sem fram koma í tillögu starfshóps mennta- og menningarmálaráðuneytisins, sem skipaður var 4. október 2012. Biskupsstofa, Heimili og skóli, Kennarasamband Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og Siðmennt áttu fulltrúa í hópnum, auk fulltrúa ráðuneytisins.

Samþykkt í bæjarráði Árborgar fimmtudaginn 18. desember 2014.

Kirkjuheimsóknir verða því áfram á dagskrá og partur af skólahaldi í desember,

helgileikur er hluti af hefð og verður áfram til staðar í desember.

 1. Önnur mál

Gunnar Páll Pálson formaður foreldrafélags Vallaskóla:

Samborg sendir erindi til fræðslunefndar Árborgar um að fá starfsmann til að halda utan um foreldrastarf í Árborg og þar með Samborgarstarf.

Stjórn foreldrafélags ætlar að senda erindi til bæjarráðs um skólalóð Vallaskóla, þar sem brýnd verður þörfin á að gera hana meira aðlaðandi fyrir stærri hluta nemenda og laga skipulag.

Stjórn foreldrafélags ætlar að senda erindi til bæjarráðs um tillögu til breyttrar akstursstefnu við bílastæði við Tryggvagötu þar sem lagt yrði upp að skólalóð og þar með auka öryggi yngstu nemendanna sem þar fara út úr bílum.

Hugmynd um að 1. bekkur fái endurskinsvesti að gjöf frá foreldrafélagi.

Skoðunarferð um skólann

Gönguferð um rými skólans og rætt um starfið sem þar fer fram og mögulegar breytingar

Austurrými, mötuneyti, bókasafn, vesturgangur, nýjar stofur á vesturgangi, nýju útirýmin og tengingin við skólann.

Staða framkvæmda

Framkvæmdir á lokastigum. Verið er að tengja loftræstikerfi og koma því í gang. Lokafrágangur í gangi.

Næsti fundur 18. desember 2018.

Fundi slitið kl. 18:00.