Fundargerð skólaráðs 21. febrúar 2018

Fundur í skólaráði miðvikudaginn 21. febrúar 2018

16:30 í stofu 16 í Vallaskóla.

 

Mætt: Þorvaldur H. Gunnarsson, skólastjóri Vallaskóla, Guðrún Þóranna Jónsdóttir, fulltrúi grenndarsamfélags, Guðbjörg Guðjónsdóttir fulltrúi foreldra, Ingunn Guðjónsdóttir, fulltrúi kennara, Gísli Felix Bjarnason (forfallaður), Magnea Bjarnadóttir fulltrúi annars starfsfólks, Lovísa Þórey Björgvinsdóttir og Íris Gunnarsdóttir, fulltrúar nemenda.

                                

Dagskrá:

Í upphafi sagði skólastjóri frá því að þriðjudaginn 20. febrúar hefði verið hátíðleg athöfn í Vallaskóla þar sem fulltrúar leik- og grunnskóla í Árborg tóku á móti læsisveggspjöldum. Veggspjöldin eru hluti af nýlegri læsisstefnu og geta skólarnir nú hengt þau upp á öllum leikskóladeildum og skólastofum grunnskólanna. Þannig verður læsisstefnan enn sýnilegri og auðveldar nemendum, kennurum og foreldum að fylgja henni eftir.

Starfsáætlun Vallaskóla 2017-2018

Skólastjóri hafði sent fundarmönnum áætlunina fyrir fundinn. Hann fór yfir áætlunina, sérstaklega var skoðuð stjórnskipun sem hefur verið í endurskoðun. Frístundaheimili heitir nú það sem áður var skólavistun og hefur þar verið ráðinn sérstakur forstöðumaður. Skólastjóri svaraði spurningum ráðsins varðandi ýmsa liði – nokkrar breytingar eru í farvatninu. Ekki er lengur boðið upp á að nemendur ljúki grunnskóla um áramót í 10. bekk, en hægt er að sækja um að ljúka námi með því að taka saman 9. og 10. bekk. Unnið er enn að innleiðingu námskrár og námsmatskvarða og gengur sú vinna vel. Nýtt verklag hefur verið tekið upp vegna veikinda og fjarvista nemenda – er því fylgt eftir af umsjónarkennurum og deildarstjórum. Foreldrar eru upplýstir vikulega. Vallaskóli er nú tveggja anna skóli og foreldraviðtöl eru þrisvar á skólaárinu.

Drög að skóladagatali fyrir 2018 – 2019

Skólastjóri fór yfir skóladagatalið með ráðinu. Samþykkt samhljóða.

Nokkrir fleiri liðir voru á dagskrá en var þeim frestað til næsta fundar. Það er: Fjárhagsáætlun Vallaskóla 2017 – 2018, framkvæmdir við skólann og niðurstöður Olweusar könnunar.

Næsti fundur skólaráðs er þriðjudaginn 20. mars kl. 16:30.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 17:45.

Guðrún Þóranna Jónsdóttir ritaði fundargerð.