Fundargerð skólaráðs 2. mars 2021

Skólaráð Vallaskóla

Fundur á kennarastofu, Hlégarði, að Sólvöllum, þriðjudaginn 2. mars 2021 kl 17:00.

Mættir eru: Guðbjartur Ólason skólastjóri, Gunnar Páll Pálsson og María Ágústdóttir, fulltrúar foreldra. Kristjana Hallgrímsdóttir og Guðrún Eylín Magnúsdóttir, fulltrúar kennara, Guðrún Eggertsdóttir, fulltrúi annars starfsfólks og Patrekur Þór Guðmundsson Öfjörð og Erla Margrét Gunnarsdóttir, fulltrúar nemenda.

 

Efni fundar:

  1. Skóladagatal Vallaskóla 2021-2022 kynnt og lagt fram til samþykktar.
    GÓ fer yfir dagatalið. Samþykkt með öllum atkvæðum.
  2. Kórónuveiran – Covid-19
    Farið verður hægt í breytingar. Kaffistofa opnuð fyrir mið- og vesturgang. 10. bekkur hefur verið að aðstoða í mötuneytinu og hafa þau staðið sig vel.  MÁ spyr hvort skráning í mötuneyti hafi farið niður á við, svo er ekki.  Salur er sótthreinsaður á milli hópa. Við höldum áfram sóttvörnum.
  3. Starfið fram á vor
    Við förum hægt í það að skipuleggja of mikið fram í tímann. MÁ þakkar starfsfólki skólans fyrir að halda daglegu starfi, það skiptir miklu máli fyrir börnin. GÓ þakkar starfsfólki fyrir sömuleiðis.
  4. Önnur mál
    Fyrirspurn varðandi árshátíð unglinganna. GÓ svarar að það sé í skoðun.

 

Fundi slitið kl 17:35