Fundargerð skólaráðs 13. apríl 2011

Fundur settur kl. 17.15 í stofu 30.

Mætt eru: Guðbjartur skólastjóri sem stýrir fundi, Hrönn, Guðrún Eylín, Svanfríður, Helga, Ragnheiður, Jón Özur og Andrea.

1) Skóladagatal Vallaskóla lagt fyrir – drög – komandi vetrar 2011-2012. Aðeins með öðru sniði að þessu sinni, þar sem fastir viðburðir eru settir inn á það. Með því að setja þá inn í dagatalið eru meiri líkur á að þeim verði fylgt eftir – og þeir framkvæmdir. Guðbjartur gerir grein fyrir einstökum atburðum á skóladagatali.

2) Umræður um fyrirkomulag árshátíðar 8.-10. bekkjar, svokallað Galaball. Upp hafa komið óskir um að flytja ballið inn í skólann. Könnun var gerð meðal foreldra og nemenda og var yfirgnæfandi meirihluti á því að halda ballið í sama farvegi og verið hefur – utan skólahúsnæðisins. Ef hnika á við svona hefðum er nauðsynlegt að taka þá umræðu á skólaþingi telur Guðbjartur. Ballið fer að langmestu leyti vel fram. Guðrún Eylín segir frá velheppnuðu fyrirkomulagi í Melaskóla þar sem ballið er haldið innan veggja skólans og kennarar taka virkan þátt í hátíðinni. Rætt um kostnað, m.a. hljómsveitar og hljóðkerfis, ýmsar venjur eins og límósínur. Málið lagt fram á þessum fundi.

3) Skólalóð Vallaskóla.

Með flutningnum úr Sandvík í Zelsíuz fylgja 18 miljónir króna úr sjóði sveitarfélagsins. Um 3 miljónir eiga að fara í (sjálfan flutninginn) aðgerðir á lóð. Rætt í þessu sambandi meðal annars um uppsetningu hreystivallar norðan við Zelsíuz. Almenn ánægja fundarmanna með hreystivöll.

4) Starf næsta vetrar. Guðbjartur býður skólaráðsmeðlimum að skoða aðstöðuna í Zelsíus húsnæðinu. Kökur snæddar áður en skoðunarferð hefst.

5) Engin önnur mál önnur en gönguferð í Zelsíuz.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18:15.

Jón Özur Snorrason, fundarritari

Hrönn Bjarnadóttir

Ragnheiður Inga Sigurgeirsdóttir

Andrea Vigdís Victorsdóttir

Helga R. Einarsdóttir

Svanfríður Guðm.

Guðrún Eylín Magnúsdóttir

Guðbjartur Ólason