Fundargerð skólaráðs 12. mars 2020

Skólaráð Vallaskóla

Fundur í skólaráði þriðjudaginn 12. mars kl. 17:00 í kennarastofu á Sólvöllum, Vallaskóla.

Mætt: Guðbjartur Ólason skólastjóri, María Ágústsdóttir (fulltrúi foreldra), Kristjana Hallgrímsdóttir (fulltrúi kennara), Guðrún Eylín Magnúsdóttir (fulltrúi kennara), Halldóra Heiðarsdóttir (fulltrúi annars starfsfólks), Patrekur Þór Guðmundsson Öfjörð (fulltrúi nemenda) og Helena Freyja M. S. Marísdóttir (fulltrúi nemenda). Að auki var Þorvaldur H. Gunnarsson á fundinum og ritaði fundargerð.

Forföll: Gunnar Páll Pálsson (fulltrúi foreldra) og Inga Dóra Ragnarsdóttir (fulltrúi grenndarsamfélags).

Dagskrá:

  1. Skóladagatal Vallaskóla 2020-2021 kynnt og lagt fram til samþykktar.
  2. Kórónuveiran Covid-19.
  3. Starfið fram á vorið.
  4. Önnur mál.

Skólastjóri setti fund kl. 17:05, bauð skólaráð velkomið til fundar, bauð upp á veitingar og kynnti dagskrá fundarins.

  1. Guðbjartur ræddi um forsendur skóladagatalsins, s.s. ferlið við vinnslu þess. Starfsmenn skólans fengu dagatalið sent í tölvupósti og óskað var eftir athugasemdum. Ein athugasemd barst varðandi það hvort hægt væri að færa til öskudag. Því miður var ekki hægt að verða við því. Farið var yfir dagatalið í heild sinni og það borið upp til samþykktar. Skóladagatal Vallaskóla fyrir skólaárið 2020-2021 var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í skólaráði. Ábending til bókunar. Skólaráð beinir því til þeirra sem leggja drög að sameiginlegu skóladagatali fyrir Sv. Árborg, einnig í samvinnu við skólastofnanir í Árnessýslu, að bjóða fulltrúa skólaráðs hvers skóla að forvinnunni. Tryggir það lýðræðislegri afgreiðslu.
  2. Guðbjartur fór yfir helstu aðgerðir skólans það sem af er vegna kórónuveirufaraldurs. Rætt um mögulegt samkomubann og áhrif á skólastarfið. Vangaveltur um kennslu og heimanám komi til takmarkana skólastarfs. Verið er að undirbúa viðbrögð með hliðsjón af slíkri sviðsmynd.
  3. Rætt almennt. Ljóst að starfið mun litast af þróun COVID-19 og viðbrögð við því.
  4. Fyrirspurn frá foreldrum varðandi vatnshana í austurrýminu á Sólvöllum, þ.e. hvort það sé á döfinni að fá aftur vatnshana fyrir nemendur þar inn. Guðbjartur upplýsir að vatnshaninn sé nú þegar kominn í pöntun. Fundarmenn lýsa yfir ánægju með það. 

Fleira ekki tekið fyrir og Guðbjartur skólastjóri sleit fundi kl. 17:42.

Fylgiskjal: Drög að skóladagatali Vallaskóla skólaárið 2020-2021.