Senn líður að kynningu á skólastarfinu í upphaf nýs skólaárs fyrir foreldra og forráðamenn.
Foreldrar mæti sem hér segir:
Yngsta stig 2., 3. og 4. bekkur verður með foreldrakynningu miðvikudaginn 7. september frá kl. 8.10-9.30. Foreldrar mæti í Austurrýmið kl. 8.10 þar sem starfsfólk tekur á móti foreldrum. Eftir það fara foreldrar í stofur með umsjónarkennurum. Tekið verður á móti nemendum 2.-4. bekk á skólavistun og þar munu stuðningsfulltrúar sjá um þau á meðan foreldrarnir eru á kynningarfundinum.
1. bekkur verður með sérstakt kynningarkvöld og verða forráðamenn boðaðir á það sérstaklega.
Miðstigið (5., 6. og 7. bekkur) verður með foreldrakynningu föstudaginn 9. september kl. 8.10-9.30. Foreldrar mæti í Austurrýmið kl. 8.10 þar sem starfsfólk skólans tekur á móti foreldrum. Eftir stutt upphafserindi fylgja foreldrar umsjónarkennurum inn í stofur. Gengið er inn Engjavegsmegin. Nemendur (fyrir utan nemendur í 5. og 7. bekk sem fara í verkgreinar þennan morguninn) eru heima þessa fyrstu tvo tíma og mæta svo kl. 9.30-9.50 (í löngu frímínútum). Hafragrautur er afgreiddur skv. tímatöflu.
Efsta stigið (8., 9. og 10. bekkur) verður með foreldrakynningu fimmtudaginn 8. september kl. 8.10-9.30. Foreldrar mæti í Austurrýmið kl. 8.10 þar sem starfsfólk skólans tekur á móti foreldrum. Eftir stutt upphafserindi fylgja foreldrar umsjónarkennurum inn í stofur. Nemendur eru heima á meðan og mæta kl. 9.30-9.50 (í löngu frímínútum). Hafragrautur er afgreiddur skv. tímatöflu.