Tölvufíkn er alvörumál
Á dögunum fengum við hingað í Vallaskóla góða gesti, þrjá unga menn frá Höfn í Hornafirði, sautján-átján ára gamla, þá Halldór Karl Þórsson, Reyni Ásgeirsson og Þórð Ásgeirsson. Erindi þeirra var að fræða okkur, aðallega þó 7. bekk en líka kennara og foreldra, um fyrirbærið tölvuleikjafíkn.