Fréttir

Skólabyrjun

Þá eru kennarar mættir til starfa og námsundirbúningur hafinn. Skólasetningin, mánudaginn 22. ágúst, verður sem hér segir í íþróttasal Vallaskóla:

Nemendur í 2., 3. og 4. bekk mæta kl. 9.00.
Nemendur í 5., 6. og 7. bekk mæta kl. 10.00.
Nemendur í 8., 9. og 10. bekk mæta kl. 11.00.

Skrifstofan er opin

Skrifstofa Vallaskóla opnaði í dag eftir sumarleyfi. Afgreiðslutími er frá kl. 8.00-16.00 og síminn að venju 480 5800. Skólavistun opnaði í síðustu viku.

Skólaslit vorið 2011

Nú er níunda starfsári Vallaskóla að ljúka og 3. júní voru útskrifaðir nemendur í þremur bekkjardeildum. 6. júní voru svo skólaslit í 1.-9. bekk. Hægt er að nálgast myndir frá athöfnunum undir ,,Myndefni”.

Þetta vilja þau!

Út er komin skýrsla sem er afrakstur vinnu ungmenna í 9. bekk á forvarnadeginum sem haldinn var 3. nóvember 2010. Höfundur skýrslunnar er Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir fyrir Rannsóknir og greiningu. Sigríður var jafnframt verkefnisstjóri Forvarnadagsins 2010.