Fréttir

Starfsdagur og haustþing kennara

Föstudaginn 7. október verður starfsdagur í Vallaskóla og haustþing kennara. Nemendur verða þá í fríi. Athygli skal vakin á því að kennslu lýkur kl. 12.40 fimmtudaginn 6. október vegna haustþings kennara.

Vinsemd fæðir vinsemd

…segir á einu plakatinu sem nemendur í 4. GMS færðu nemendum í 9. MA. Þetta er hverju orði sannara og átti vel við daginn í dag, 30. september, en nemendur á yngsta stigi kynntu októberdyggð skólans, vinsemd, og skelltu sér í föstudagsfjör.

Hjóladagur

Í tilefni af göngu- og hjólamánuði í september var haldinn reiðhjóladagur mánudaginn 30. september í 3.-5. bekk.

Ingvar lögregluþjónn

Fyrir nokkru fengu nemendur í 1. og 2. bekk hann Ingvar lögregluþjón í heimsókn. Hann fór yfir helstu atriði hvað varðar endurskinsmerki, göngu til og frá skóla, hjálma og reiðhjólanotkun og margt fleira.

Hagir og líðan

Miðvikudaginn 28. september nk. verður Jón Sigfússon frá Rannsókn og greiningu með kynningu á stöðu vímuefnaneyslu ungmenna í Árborg.