Sýnt fyrir vini og vandamenn
Þann 11. apríl héldu 5. bekkingar árshátíðina sína. Þar sýndu þeir afrakstur vinnu vetrarins í leikrænni tjáningu. Börnin sýndu bæði leikrit eftir aðra og nokkra frumsamda leikþætti. Í lokin sungu þau saman lag á dönsku. Síðan gæddu allir sér á girnilegum kræsingum sem foreldrar lögðu til.
Sýnt fyrir vini og vandamenn Read More »








