Fréttir

Ógnanir og tækifæri Internetsins

Foreldrafélögin í Árborg standa fyrir fyrirlestri um tölvu- og netnotkun barna nk. þriðjudag 20. mars, kl. 20.00-21.15, í Sunnulækjarskóla. Foreldrar. Nú eiga allir að mæta. Ógnanir og tækifæri internetsins

Svæðiskeppni upplestrarhátíðar

Aðalkeppni Stóru upplestrarkeppninnar á Suðurlandi (keppni 1 – vesturhluti Árnessýslu) var haldin í Vallaskóla 13. mars sl. Fulltrúar Vallaskóla stóðu sig frábærlega en Þórunn Ösp Jónasdóttir í 7. DE hlaut 1. sæti keppninnar. Aðrir fulltrúar Vallaskóla voru þau Stella Björt Jóhannesdóttir og Páll Dagur Bergsson.

Frá nemendum í 10. bekk

Næstu daga munu nemendur í 10. bekk Vallaskóla ganga í hús á Selfossi og selja penna til styrktar Félagi heyrnarlausra. Einnig verða þau með pennana til sölu í nokkrum verslunum á Selfossi.

Konudagurinn og 8. RS

Á föstudeginum fyrir konudaginn gerðu strákarnir í 8. RS vel við bekkjarsystur sínar – enda höfðu þær gert vel við þá á bóndadaginn.

Fornleifafræði

Fyrir nokkrum dögum fengum við heimsókn frá foreldri í 3. bekk, Margréti Hrönn, sem er fornleifafræðingur. Hún kom til okkar í tengslum við námsefnið Komdu og skoðaðu landnámið.