Móðurmálið okkar
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í dag, þann 16. nóvember. Dagskrá var í öllum bekkjum.
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í dag, þann 16. nóvember. Dagskrá var í öllum bekkjum.
Ný stjórn foreldrafélags Vallaskóla, Hugvaka, var mynduð í dag á aðalfundi félagsins, fimmtudaginn 15. nóvember.
Þriðjudaginn 13. nóvember, á foreldradaginn, standa nemendur 10. bekkjar fyrir veitingasölu í Vallaskóla. Hún er staðsett í aðalanddyrinu á Sólvöllum og í mötuneytinu. Salan hefst fljótlega upp úr kl. 8.00.
8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti. Þetta er í annað sinn sem verkefnisstjórn átaksins hvetur þjóðina til baráttu gegn einelti og tók Vallaskóli þátt með því að mynda kærleikskeðju innanhúss.
Nemendur í umferðarfræðivali í 10. bekk brugðu undir sig betri fætinum í lok október og heimsóttu Umferðarstofu.
Forvarnadagurinn var haldinn miðvikudaginn 31. október, í sjöunda sinn. Að venju voru það nemendur í 9. bekk sem tóku þátt í sérstakri dagskrá.
Matseðill nóvembermánaðar er kominn á heimasíðu.
Í Vallaskóla eru tveir hópar af nemendum 9. og 10. bekkjar í vali í matreiðslu. Nemendur eru áhugasamir í þessum tímum og tímarnir eiga auðvitað að vera gagnlegir og skemmtilegir.
Nú er ljóst hverjir verða fulltrúar Vallaskóla í Spurningakeppni grunnskólanna sem fer fram innan tíðar. Eins og flestir vita þá náði lið Vallaskóla mjög góðum árangri í fyrra.