Úti er veður vott
Nemendur í 6. GEM og 6. SKG klæddu sig upp og drifu sig í útikennslu núna í vikunni þrátt fyrir rigningu.
Nemendur í 6. GEM og 6. SKG klæddu sig upp og drifu sig í útikennslu núna í vikunni þrátt fyrir rigningu.
Nemendur í 6. GEM og 6. SKG klæddu sig upp og drifu sig í útikennslu núna í vikunni þrátt fyrir rigningu.
Þá er matseðill októbermánaðar kominn á heimasíðuna, sjá ,,Matseðill mánaðarins“ hér til vinstri.
Allt er vænt sem er grænt. Það á sérstaklega um ,,græna kallinn“ í Olweusaráætluninni gegn einelti. Grænn dagur var einmitt haldinn föstudaginn 20.9 í Vallaskóla og allir hvattir til að mæta í einhverju grænu.
Grænn dagur og jákvæð samskipti Read More »
Samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk verða haldin í vikunni 23.-27. september. 10. bekkur verður í prófum frá 23.-25. september og 4. og 7. bekkur dagana 26.-27. september.
Samræmd könnunarpróf Read More »
Edda Kristín Hauksdóttir, kennari í Hagaskóla, heimsótti okkur í Vallaskóla miðvikudaginn 18. september sl. og fjallaði um fjármálafræðslu.
Skólinn fór af stað með sínum föstu liðum og ekki annað hægt að segja að flestir uni sáttir við sitt, enda alltaf gott að byrja rútínunni aftur. Foreldrakynningar eru langt komnar, útileikfimin er orðin að innileikfimi og samræmd könnunarpróf eru framundan i 10., 7. og 4. bekk.
Fastir liðir eru góðir fyrir sinn hatt Read More »
Í tilefni af opnum Selfossbíó gaf bæjarstjórn Árborgar öllum grunnskólabörnum í Árborg bíómiða og gildir miðinn fram í nóvember. Flestir umsjónarkennarar hafa nú þegar dreift miðunum til nemenda Vallaskóla. Við í Vallaskóla þökkum fyrir okkur.
Vallaskóli er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli og á þessu starfsári verkefnisins, sem líkur 30. september, erum við að vinna með mataræði og tannheilsu. 1. október nk. hefst nýtt starfsár og þá munum við vinna með hreyfingu og öryggi ásamt því að halda áfram með verkefni þessa árs.
Borða íslensk börn minnst allra barna í Evrópu af ávöxtum og grænmeti? Read More »
Matseðill septembermánaðar er kominn á heimasíðu, sjá ,,Handraðinn“ hér til vinstri.
Matseðill í september Read More »