Samsöngur í Valhöll
Hér má sjá mynd af nemendum í 1. og 2. bekk en í síðasta tíma föstudaginn 7. desember var haldin söngstund í Valhöll. Og auðvitað voru jólalög sungin af miklum móð.
Hér má sjá mynd af nemendum í 1. og 2. bekk en í síðasta tíma föstudaginn 7. desember var haldin söngstund í Valhöll. Og auðvitað voru jólalög sungin af miklum móð.
Í 7. bekk hafa nemendur verið að vinna verkefni í trúarbragðafræði sem er samþætt námi í íslensku.
Aðventan er hafin og upphafið að henni í Vallaskóla er skreytingadagurinn. Hann var haldinn 30. nóvember sl. Þá setjum við að öllu jöfnu hefðbundna kennslu til hliðar og skreytum skólann með allskonar jólaskrauti, eins og hefðin gerir ráð fyrir.
Í haust unnu nemendur í skólanum með dyggðina umburðarlyndi. Einn liður í þeirri vinnu var að nemendur í 10. bekk skiptu liði og fóru í heimsókn til yngri skólafélaga sinna og fræddu þau um skoðanir sínar og svörðuðu spurningum.
Opinn samráðs- og stefnumótunarfundur um nýja skólastefnu Árborgar verður haldinn í Sunnulækjarskóla miðvikudaginn 28. nóvember 2012 kl. 17-18:30.
Meistaramót Vallaskóla í skák, Hrókurinn, fór fram í dag, mánudaginn 26. nóvember. Í yngri flokki voru 22 keppendur en 6 í þeim eldri.
Matseðill desembermánaðar er kominn á heimasíðu.
Miðvikudaginn, 21. nóvember, fengu nemendur 3. bekkja heimsókn frá Sjóminjasafninu á Eyrarbakka/Byggðasafni Árnesing sem býður skólum upp á safnfræðslu.
Klukkan 18:00 í dag, miðvikudag 21.11. mun okkar lið hefja leikinn í spurningakeppni grunnskólanna. Þessi fyrsta umferð fer fram í Sunnulækjarskóla – mætum og styðjum okkar fólk!
Stofnaður hefur verið stýrihópur í Vallaskóla utan um verkefnið Heilsueflandi grunnskóli. Stýrihópurinn er ráðgefandi varðandi framvindu verkefnisins og endurspeglar hópurinn nær alla þætti heilsueflandi grunnskóla sem eru: Skólastjórnendur, kennara, aðra starfsmenn, nemendur, foreldra og nærsamfélagið.