Flottar mottur
Marsmánuður er mottumánuðurinn eins og allir vita.
Nemendur í 2. GG og 6. GEM fóru í skógarferð í vikunni. Verkefni dagsins var að athuga hvort fóðurkúlurnar sem nemendur fóru með út í skóg í febrúar hefðu verið borðaðar og leita að sverasta trénu á svæðinu okkar.
Gullin í grenndinni Read More »
Nú hafa nemendur í 9. og 10. bekk fengið góða kynningu á því sem í boði er í framhaldsskólum landsins eftir velheppnaða ferð í Kópavoginn 6. mars. Þó nemendur í 9. bekk eigi flestir einn vetur eftir í grunnskólanum þá þurfa nemendur í 10. bekk að fara huga að því að skrá sig í framhaldsskóla
Framhaldsskólinn og Menntagátt Read More »
Óhætt er að segja að starfsmenn Vallaskóla hafi ,,farið á flug“ í öskudagsgleðinni en margir þeirra klæddu sig upp sem flugáhafnarmeðlimi. Nemendur slóu auðvitað heldur ekki slöku við og mættu margir þeirra í skrautlegum og skemmtilegum búningum í tilefni dagsins.
Hljómsveitin The Tension sigraði USSS 2014 þann 17. janúar sl. en hljómsveitin er skipuð stúlkum úr 10. bekk Vallaskóla. USSS er undankeppni söngvakeppni Samfés, á SamFestingnum 2014 sem haldinn verður í Laugardalshöllinni 7.-8. mars nk.
The Tension spilar á Samfés Read More »
9.-10. bekkjar Stelpuklúbburinn í Zelsiuz ætlar að halda alvöru Öskudagsball!!
Öskudagsball í Zelsiuz Read More »
Fjáröflun fyrir útskriftarferðalag nemenda í 10. bekk er í fullum gangi. Fyrir stuttu var haldið þorrabingó þar sem mæting var góð og á foreldradeginum var að venju kaffi- og kökusala.
Takk fyrir stuðninginn! Read More »
Þriðjudaginn 25. febrúar næstkomandi stendur forvarnarteymi Árborgar, grunnskólarnir á Selfossi og foreldrafélög grunnskólanna fyrir fræðslufyrirlestri um internet- og nýmiðlanotkun í samstarfi við samtökin SAFT og Heimili og skóla. Þættir eins og neteinelti, netsamskipi og hinir ýmsu samskiptamiðlar verða skoðaðir ásamt mörgu öðru.
Foreldri! Hvað er barnið þitt að gera í símanum? En í Ipad-inum? Read More »
Kaffisala á foreldradaginn 25. febrúar á vegum ferðanefndar foreldra nemenda í 10. bekk. Einnig kökubasar. Sjá auglýsingu.
Munum eftir fjáröfluninni 25. febrúar Read More »