Fréttir

Áhöfn Vallaskóli

Óhætt er að segja að starfsmenn Vallaskóla hafi ,,farið á flug“ í öskudagsgleðinni en margir þeirra klæddu sig upp sem flugáhafnarmeðlimi. Nemendur slóu auðvitað heldur ekki slöku við og mættu margir þeirra í skrautlegum og skemmtilegum búningum í tilefni dagsins.

Áhöfn Vallaskóli Read More »

Foreldri! Hvað er barnið þitt að gera í símanum? En í Ipad-inum?

Þriðjudaginn 25. febrúar næstkomandi stendur forvarnarteymi Árborgar, grunnskólarnir á Selfossi og foreldrafélög grunnskólanna fyrir fræðslufyrirlestri um internet- og nýmiðlanotkun í samstarfi við samtökin SAFT og Heimili og skóla. Þættir eins og neteinelti, netsamskipi og hinir ýmsu samskiptamiðlar verða skoðaðir ásamt mörgu öðru.

Foreldri! Hvað er barnið þitt að gera í símanum? En í Ipad-inum? Read More »