Fréttir

Heilsueflandi grunnskóli

Stofnaður hefur verið stýrihópur í Vallaskóla utan um verkefnið Heilsueflandi grunnskóli. Stýrihópurinn er ráðgefandi varðandi framvindu verkefnisins og endurspeglar hópurinn nær alla þætti heilsueflandi grunnskóla sem eru: Skólastjórnendur, kennara, aðra starfsmenn, nemendur, foreldra og nærsamfélagið.

Kærleikskeðjan og umburðarlyndi

8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti. Þetta er í annað sinn sem verkefnisstjórn átaksins hvetur þjóðina til baráttu gegn einelti og tók Vallaskóli þátt með því að mynda kærleikskeðju innanhúss.

Forvarnadagurinn

Forvarnadagurinn var haldinn miðvikudaginn 31. október, í sjöunda sinn. Að venju voru það nemendur í 9. bekk sem tóku þátt í sérstakri dagskrá.