Fréttir

Þá og nú

Þá er tveimur hressilegum þemadögum lokið. Að venju var margt skemmtilegt í boði og nemendur voru almennt ánægðir með þessa tvo daga sem uppbrotið varði.

Veffréttir 2006

Nú geta áhangendur eldri veffrétta Vallaskóla glaðst. Veffréttir frá árinu 2006 eru nú til reiðu undir ,,Fréttabréf“ hér að neðan til hægri.

100

Allt frá skólabyrjun hafa nemendur 1. bekkja verið að telja þá daga sem þeir eru í skólanum. Í tengslum við talninguna er unnið á áhugaverðan hátt með tölur og tugi. Föstudaginn 25. janúar náðu nemendur 1. bekkja svo þeim merka áfanga að hafa verið 100 daga í skólanum og af því tilefni var haldin hundraðdagahátíð.

Innleiðing Aðalnámskrár 2011

Allt frá byrjun skólaársins 2012-2013 hafa kennarar í Vallaskóla verið að fást við innleiðingu nýrrar aðalnámskrár og hafa þeir fylgt tímasettri verkefnisáætlun. Sérstakur stýrihópur fylgir verkefninu eftir og nú fyrir stuttu var stofnuð námskrárnefnd sem halda á utan um birtingarmynd nýrrar Skólanámskrár Vallaskóla, og þá ekki síst fagreinahluta skrárinnar.

Nammi fyrir heilann þinn

Stýrihópur um Vallaskóla sem heilsueflandi skóla var skipaður í nóvember sl. Á fundi hópsins var ákveðið að forgangsverkefni okkar yrði að taka fyrir mataræði og tannheilsu og munum við vinna að því fram í október á næsta skólaári.

Unglingar og kynlíf

Dagana 14. og 15. janúar nk. mun hún Sigga Dögg kynfræðingur koma með kynfræðslu inn í skólann fyrir nemendur á unglingastigi í Vallaskóla. Sigga Dögg mun í framhaldi af þeirri fræðslu vera með fyrirlestur fyrir foreldra í sal skólans, Austurrýminu á Sólvöllum, þriðjudaginn 15. janúar kl. 18:00 – 19:30. Gengið er inn Engjavegsmegin.