Þemadagar

Þemadagar í Vallaskóla verða dagana 9. og 10. apríl (miðvikudag og fimmtudag) og þemað í ár kallast Listin í nærumhverfinu. Allir eru orðnir spenntir því nú munum við einblína á listagyðjuna og tengja hana sem mest við umhverfi skólans, eins og titill þemans ber með sér.

Sjá auglýsingu hér.

 

Stundatafla breytist

Eins og gefur að skilja þá riðlast skipulag stundatöflu enda mun skólastarfið helgast af allt öðru en hefðbundnu námi.

Krakkarnir mæta þó á réttum tíma eða kl. 8.10. Allir mæta við sínar umsjónarstofur. Í einhverjum tilvikum verður nemendum skipt upp í hópa og munu þá nafnalistar hanga uppi þar sem við á. Í 9. og 10. bekk fáum við nokkra listamenn til liðs við okkur.

Hverjir vinna saman?

Eftirfarandi árgangar vinna saman: 1. og 2. bekkur. 3. og 4. bekkur. 5. og 6. bekkur. 7. og 8. bekkur. 9. og 10. bekkur.

Að vera klæddur skv. aðstæðum

Þar sem unnið verður mikið með alls konar efni; málningu, lím, tré, pappír ofl. þá þurfa nemendur að koma í fatnaði sem þolir slíkt. Nemendur eiga því að koma í einskonar vinnufötum.

Eins munu sumir hóparnir vinna úti við eða fara í vettvangsferð. Þess vegna þurfa allir að vera klæddir eftir veðri.

Hvenær lýkur skólanum þessa tvo daga?

Nemendur á yngsta stigi (1.-4. bekkur) eru búnir kl. 12.40 og fara svo í mat (og skólavistun eftir því sem við á).

Nemendur í 5. og 6. bekk fara í mat kl. 12.20 og eru svo búnir í skólanum þann daginn.

Nemendur í 7.-10. bekk fara í mat kl. 11.50 og eru svo búnir í skólanum þann daginn.

Komið og kíkið á okkur!

Foreldrar eru boðnir velkomnir á staðinn báða dagana. Eins verður boðið upp á sýningu á afrakstri þemadaga í Vallaskóla dagana 25. og 26. apríl í tengslum við Vor í Árborg (nánar síðar).