Netfréttabréf forvarnahópsins
Nú er tölublað nr. 3 komið út af Netfréttabréfi Forvarnahóps Árborgar. Þar er m.a. fjallað um tölvufíkn, kynlíf og unglinga og samstarf við Útvarp Suðurland.
Nú er tölublað nr. 3 komið út af Netfréttabréfi Forvarnahóps Árborgar. Þar er m.a. fjallað um tölvufíkn, kynlíf og unglinga og samstarf við Útvarp Suðurland.
Þar sem tíðin hefur verið góð hafa börnin komið á reiðhjólum í skólann, sem er vel. Engu að síður skal minnt á að foreldrar hugi vel að öryggisbúnaði hjólanna, þ.á.m. reiðhjólahjálmi, og að farið sé eftir umferðarreglum í einu og öllu. Það sama gildir um notkun rafmagnsvespa, sem nokkuð er af um þessar mundir.
Þá er lokið spurningakeppninni KVEIKTU, sem orðinn er árlegur viðburður í starfi skólans. Keppnin sem þreytt var milli 9. RS og 10. MA var skemmtileg og spennandi – og í byrjun var ekki að sjá að þau yngri gæfu hinum eldri neitt eftir.
Þá er komið að páskafríi. Það stendur frá 23. mars til og með 1. apríl. Kennsla hefst aftur skv. stundaskrá þriðjudaginn 2. apríl. Skólavistun er opin virka daga í páskafríinu, sem sagt 25., 26. og 27. mars frá kl. 7:45 – 17:00.
Árshátíð 2. bekkja Vallaskóla var haldin fimmtudag 21. mars sl. Í ár fluttu nemendur Kardemommubæinn eftir Torbjörn Egner og stóðu sig með mikilli prýði svo eftir var tekið.
Matseðill aprílmánaðar er kominn á heimasíðuna.
Fimmtudaginn 14. mars héldu nemendur í 7. MK Vallaskóla til HSu vopnuð plasthönskum, plastpokum og kústum. Tilgangurinn var að gera góðverk sem fólst í að tína upp rusl í kringum stofnunina.
Þá er lokið annarri umferð í spurningakeppninni KVEIKTU. Eftir standa tvö lið; 9. RS og 10. MA. Þá er lokabaráttan ein eftir og verður hún fimmtudaginn 21. mars í 4. og 5. tíma (hefst klukkan 10:30) – í Austurrými Vallaskóla.
Lið Vallaskóla vann 2. undanúrslitariðil í Skólahreysti MS 2013, dyggilega stutt af áhorfendum úr 9. bekk Vallaskóla. Voru lið úr grunnskólum vítt og breitt af Suðurlandi mætt til leiks.