Fréttir

Setning vinnuskólans 6. júní

VINNUSKÓLINN Í ÁRBORG 2013- setning vinnuskólans er fimmtudaginn 6. júní 2013 í Sunnulækjarskóla. Nemendum vinnuskólans er boðið að koma ásamt foreldra/forráðamanni og vera við setninga í Sunnulækjaskóla fimmtudaginn 6. júní, og byrjar kl 20:00.

Lambaferð

Fyrir stuttu fóru nemendur í 2. bekk, ásamt kennurum og stuðningsfulltrúum, í mjög vel heppnaða ferð í Oddgeirshóla þar sem vel var tekið á móti þeim.

8.303.567 kr.

Söfnuninni Börn hjálpa börnum er lokið og hefur nú verið talið úr öllum baukum barnanna. Alls tóku 2280 nemendur þátt í söfnuninni úr 89 grunnskólum og söfnuðu þeir samtals 8.303.567 krónum.

Í Skagafirði

Eftir svefnlausa spennunótt 10. bekkjarins, komu þau öll saman á planinu fyrir framan skólann þann 10. maí með alls kyns dót og útbúnað. Við vorum búin að vara þau við kulda og leiðindum svo töskurnar voru stútfullar af lopapeysum en hefðu kannski frekar að vera fullar af stuttbuxum og sólolíu…. eins og seinna átti eftir …

Í Skagafirði Read More »

Grillað úti

Í góða veðrinu fyrir stuttu var útikennsla hjá nokkrum hópum í heimilisfræði. Sjötti bekkur fór t.d. í nestisferð um morguninn og eftir hádegi elduðu og bökuðu strákarnir úr 7. MIM á útigrilli í garði skólans.

Hollensk heimsókn

Við fengum skemmtilega heimsókn frá Hollandi í apríl sl. Það voru fjórir kennarar frá skólanum Wellantcollege, Brielle í Hollandi, bær sem er 20 km vestan frá Rotterdam. Skólinn er með nemendur á aldrinum 12-16 ára og námið er m.a. landbúnaðartengt.

Skólaþríþraut Frjálsíþróttasambands Íslands

Þrjár stúlkur úr 6. bekk í Vallaskóla tóku þátt í lokakeppni Skólaþríþrautar Frjálsíþróttasambands Íslands á laugardaginn, 4. maí. Til keppni var boðið þeim sem náðu bestum árangri í undankeppni sem haldin var í skólunum fyrr í vetur, en keppt er í 60 m hlaupi, kúluvarpi og hástökki.