Fréttir

Árshátíð í 7. bekk

Krakkarnir í 7. bekk héldu velheppnaða árshátíð fyrir stuttu og buðu foreldrum sínum upp á skemmtilega leik- og söngdagskrá. Myndir frá hátíðinni eru nú til sýnis undir Myndefni hér á síðunni.

Leikskólabörn skoða Vallaskóla

Föstudaginn 8. mars fóru öll elstu börnin í heimsókn í Vallaskóla, alls 26 börn. Í ár höfum við þann háttinn á að öll börn heimsækja báða grunnskólana óháð því í hvorn þau munu svo stunda nám í. Samfélagið hér á Selfossi býður upp á tvo grunnskóla og sjálfsagt að börnin kynnist þeim báðum.

Höfum þetta í lagi!

Þar sem tíðin hefur verið góð hafa börnin komið á reiðhjólum í skólann, sem er vel. Engu að síður skal minnt á að foreldrar hugi vel að öryggisbúnaði hjólanna, þ.á.m. reiðhjólahjálmi, og að farið sé eftir umferðarreglum í einu og öllu. Það sama gildir um notkun rafmagnsvespa, sem nokkuð er af um þessar mundir.

Stelpur til sigurs

Þá er lokið spurningakeppninni KVEIKTU, sem orðinn er árlegur viðburður í starfi skólans. Keppnin sem þreytt var milli 9. RS og 10. MA var skemmtileg og spennandi – og í byrjun var ekki að sjá að þau yngri gæfu hinum eldri neitt eftir. 

Gleðilega páska!

Þá er komið að páskafríi. Það stendur frá 23. mars til og með 1. apríl. Kennsla hefst aftur skv. stundaskrá þriðjudaginn 2. apríl. Skólavistun er opin virka daga í páskafríinu, sem sagt 25., 26. og 27. mars frá kl. 7:45 – 17:00.

Flottur hópur í góðverkum

Fimmtudaginn 14. mars héldu nemendur í 7. MK Vallaskóla til HSu vopnuð plasthönskum, plastpokum og kústum. Tilgangurinn var að gera góðverk sem fólst í að tína upp rusl í kringum stofnunina.