Fréttir

Vissir þú

…að rannsóknir sýna að börn sem njóta mikillar útiveru og útvistar eru glaðari, hraustari og klárari. Þau eru með meiri sjálfsaga, lausnamiðaðri og markvissari í hugsun? Þau búa yfir betra sjálfstrausti, sköpunargleði og eru samvinnufúsari. Er þetta ekki nokkuð sem við ættum að hafa í heiðri við upphaf nýs árs?

Gleðileg jól

Nóg var um að vera á aðventunni í Vallaskóla. Við byrjuðum á skreytingardegi í lok nóvember, syntum kertasund og hreyfðum okkur í Tarzanleik í leikfimi. Settum upp leikþætti og helgileik, héldum jólaball og jólakvöldvöku. Og svo er bara allt í einu komið jólafrí. 

Jólahurðir

Á aðventunni var nokkur vinna lögð í að skreyta hurðir kennslustofanna í Vallaskóla. Hér má sjá nokkrar góðar jólahurðir jólin 2013.

Ljósmynd: Menntamálaráðuneytið, tekið af www.menntamalaraduneyti.is 2013.

Meira af Jónasi og Trausta

Þegar Stóra upplestrarkeppnin var sett í nóvember síðastliðnum þá hélt Trausti Steinsson, kennari, leiðsögumaður og þýðandi (en hann þýddi m.a. Bókaránið mikla eftir Leu Korsgaard & Stéphanie Surrugue), stórskemmtilega tölu fyrir nemendur í 7. bekk. Fengum við leyfi Trausta til að birta hana hér á heimasíðu Vallaskóla svo fleiri fái notið. Myndin hér til hliðar er tekin …

Meira af Jónasi og Trausta Read More »

Forvarnafréttir

Það eru tvær fréttir sem tengjast forvörnum. Annars vegar er Magnús Stefánsson, betur þekktur sem ,,Maggi í Marita“, á leið til okkar í Sv. Árborg með fræðslu um skaðsemi fíkniefna. Og við í Vallaskóla erum búin að uppfæra aðgerðaráætlun okkar gegn einelti.