Fréttir

Skákgjöf

Gunnar Egilsson og Sæunn Lúðvíksdóttir komu færandi hendi í Sunnulækjarskóla í morgun. Þau gáfu grunnskólum Árborgar 15 taflborð og taflmenn til að hvetja til aukinnar skákiðkunar í skólunum.

Gullin í grenndinni

Fyrir skemmstu fóru 6. GEM, 6. SKG, 2. GG og 2. GMS saman í skógarferð. Gengu nemendur ásamt kennurum sínum og stuðningsfulltrúum út í Vinaskóg.

Hlutfallslegir útreikningar

Nemendur í 8. bekk voru að læra um hlutföll í stærðfræði fyrir skemmstu og enduðu á því að vinna í hópum þar sem hver hópur valdi sér leikfang og átti að teikna mynd þar sem leikfangið var stækkað.

Ævintýrið í mér

Fyrsta skóladaginn eftir haustfríið, eða þriðjudaginn 22. október, fengu nemendur 4. – 6. bekkja rithöfund í heimsókn. Þar var á ferðinni Brynja Sif Skúladóttir rithöfundur að kynna bókina sína, Nikký og slóð hvítu fiðrildanna, og vinna með verkefni sem hún kallar Ævintýrið í mér með nemendum.

Víkingar og fornleifafræði

Í samfélagsfræði í 5. bekk er verið að vinna með víkingaöldina. Við notum söguaðferðina og setjum okkur í spor víkinga. Búum til skip, persónur og hluti sem taka þarf með í siglingu milli landa og fjöllum síðan um hvernig bera eigi sig að í nýju landi.

Hvað er PALS?

Krakkarnir í 4. bekk eru á fullu í PALS, sem er lestraraðferð þar sem pör lesa saman. Þar lesa krakkarnir fyrir hvort annað, leiðrétta og hrósa hvort öðru. Auk þess að lesa þurfa krakkarnir að velta fyrir sér innihaldi textans og segja um hvað þeir lásu (endursögn).