Fréttir

Skólasetning

Skólastarf í Vallaskóla hófst með formlegum hætti í dag. Að vanda bauð skólastjóri nemendur velkomna til starfa og setti svo skóla formlega með því að hringja hann inn með gamalli skólabjöllu.

Ytra mat grunnskóla

  Á vordögum var starf  skólans metið. Nú hefur Násmatsstofnun skilað af sér matsskýrslu.   Áhugasamir geta kynnt sér hana með því að smella á tengilinn Ytra mat grunnskóla  í Handraðanum hér vinstra megin á síðunni.

Skólasetning föstudaginn 22. ágúst

Skólasetning fer fram í íþróttahúsi Vallaskóla föstudaginn 22. ágúst.   Nemendur í 2.−5. bekk,  f. 2004−2007, mæti kl. 10:00. Nemendur í 6.−10. bekk,  f. 1999−2003, mæti kl. 11:00. Nemendur í 1. bekk (f. 2008) og forráðamenn þeirra eru boðaðir sérstaklega í viðtöl eins og þegar hefur verið tilkynnt.    Foreldrakynningar fyrir foreldra nemenda í eldri deild (6. …

Skólasetning föstudaginn 22. ágúst Read More »

Heimsókn í mjólkurbúið

Á vordögum fóru nemendur í 3. bekk í heimsókn í MS á Selfossi og fengu að kynnast því starfi sem fer þar fram. Nemendur fengu að útbúa smjör sem þau tóku með sér í skólann og gæddu sér á að ferð lokinni.

Þórsmörk – ferðasaga

Fimmtudaginn 22. maí 2014 lögðu nemendur í 7. bekk Vallaskóla af stað í ferðalag og var förinni heitið í Þórsmörk. Farið var í tveimur rútum frá Guðmundi Tyrfingssyni.