Fréttir

Heimsókn í mjólkurbúið

Á vordögum fóru nemendur í 3. bekk í heimsókn í MS á Selfossi og fengu að kynnast því starfi sem fer þar fram. Nemendur fengu að útbúa smjör sem þau tóku með sér í skólann og gæddu sér á að ferð lokinni.

Þórsmörk – ferðasaga

Fimmtudaginn 22. maí 2014 lögðu nemendur í 7. bekk Vallaskóla af stað í ferðalag og var förinni heitið í Þórsmörk. Farið var í tveimur rútum frá Guðmundi Tyrfingssyni.

Prjónaskapur í 6. bekk

Hér gefur að líta glæsilegt handverk frá nemendum í 6. bekk, tvær lopapeysur sem kláruðust núna í skólalok. Önnur peysan er prjónuð af stúlku en það var drengur sem prjónaði hina.

Vordagar

Nemendur í 8. bekk fóru í vettvangsferð niður á strönd, heimsóttu fjöruna og Menningarverstöðina á Stokkseyri en komu einnig við á Eyrarbakka og skoðuðu m.a. sjóminjasafnið. Komið var við á Gamla Hrauni þar sem nemendur borðuðu nestið sitt og kíktu á lömb og hænur. Frábær dagur í frábæru veðri.

Fréttabréf Skólaþjónustu Árborgar

Skólaþjónusta Árborgar gefur út fréttabréf í hverjum mánuði og nú er komið út 6. tölublað í fyrsta árgangi fréttablaðsins. Þar kennir ýmissa grasa auðvitað, og í blaðinu fáum við innsýn í það helsta sem er að gerast í skólastarfi Árborgar hverju sinni.

Varðandi boðað verkfall 21. maí

Á morgun, miðvikudaginn 21. maí, er annar af þremur boðuðum verkfallsdögum í kjaradeilu kennara. Á þessari stundu er ekki ljóst hvort af verkfalli verður og því eru foreldrar og forráðamenn nemenda beðnir um að fylgjast með fréttum í kvöld og í fyrramálið.