Á döfinni

Kvöldvaka á unglingastigi

Unglingastig efnir til kvöldvöku í Austurrými Vallaskóla fimmtudaginn 13. október frá kl. 20-22. Gengið er inn Engjavegsmegin.

Dagskrá:

Hæfileikakeppni.
Tónleikar með The Assassin of a Beautiful Brunette.

Gestaskólar eru: Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, Sunnulækjarskóli og Flóaskóli.

Sjoppa á staðnum.

Forsala miða hefst mánudaginn 10. október. Miðinn kostar 500 kr. í forsölu en 700 við dyrnar.

Starfsdagur/haustþing

Starfsdagur er í dag, föstudaginn 7. október. Þá eru nemendur í fríi.

Haustþing kennara fer einnig fram í dag, sem að þessu sinni fer fram á Hvolsvelli.

ATH! Kennslu lýkur kl. 12.40 fimmtudaginn 6. október vegna haustþingsins.

Föstudagsfjör/yngsta stig

Yngsta stig hefur nú verið að undirbúa kynningu á októberdyggðinni. Kynningin mun fara fram á föstudagsfjöri 30. september.

Klukkan 11:20 munu nemendur yngsta stigs standa fyrir “Föstudagsfjöri” í íþróttasal Vallaskóla. Þar verður kvatt til vinsemdar og vináttu í söng, upplestri og leik.

Foreldrar yngsta stigs eru velkomnir í “fjörið”

Nemendur á yngsta stigi munu á næstu dögum heimsækja alla aðra bekki skólans og kynna dyggðina með gjöfum, söng og leik.

Fyrir hönd yngsta stigs
Jóna Hannesdóttir, deildarstjóri

Forvarnafundur

Miðvikudaginn 28. september nk. verður Jón Sigfússon frá Rannsókn og greiningu með kynningu á stöðu vímuefnaneyslu ungmenna í Árborg.

Fyrirlesturinn fer fram í Fjallasal Sunnulækjarskóla miðvikudaginn 28. september nk. og hefst kl. 20:00.

Foreldrar, forráðamenn og aðrir áhugasamir hvattir til að mæta.
Aðgerðahópur um forvarnir í Sveitarfélaginu Árborg