Á döfinni

Kvöldvaka á unglingastigi

Unglingastig efnir til kvöldvöku í Austurrými Vallaskóla fimmtudaginn 13. október frá kl. 20-22. Gengið er inn Engjavegsmegin.

Dagskrá:

Hæfileikakeppni.
Tónleikar með The Assassin of a Beautiful Brunette.

Gestaskólar eru: Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, Sunnulækjarskóli og Flóaskóli.

Sjoppa á staðnum.

Forsala miða hefst mánudaginn 10. október. Miðinn kostar 500 kr. í forsölu en 700 við dyrnar.

Kvöldvaka á unglingastigi Read More »

Föstudagsfjör/yngsta stig

Yngsta stig hefur nú verið að undirbúa kynningu á októberdyggðinni. Kynningin mun fara fram á föstudagsfjöri 30. september.

Klukkan 11:20 munu nemendur yngsta stigs standa fyrir “Föstudagsfjöri” í íþróttasal Vallaskóla. Þar verður kvatt til vinsemdar og vináttu í söng, upplestri og leik.

Foreldrar yngsta stigs eru velkomnir í “fjörið”

Nemendur á yngsta stigi munu á næstu dögum heimsækja alla aðra bekki skólans og kynna dyggðina með gjöfum, söng og leik.

Fyrir hönd yngsta stigs
Jóna Hannesdóttir, deildarstjóri

Föstudagsfjör/yngsta stig Read More »

Forvarnafundur

Miðvikudaginn 28. september nk. verður Jón Sigfússon frá Rannsókn og greiningu með kynningu á stöðu vímuefnaneyslu ungmenna í Árborg.

Fyrirlesturinn fer fram í Fjallasal Sunnulækjarskóla miðvikudaginn 28. september nk. og hefst kl. 20:00.

Foreldrar, forráðamenn og aðrir áhugasamir hvattir til að mæta.
Aðgerðahópur um forvarnir í Sveitarfélaginu Árborg

Forvarnafundur Read More »

Samr.k.próf – 4. og 7. b/stæ

Dagsetningar samræmdra prófa í haustið 2011:
4. og 7. bekkur.

Föstudagurinn 23. september: Stærðfræði, kl. 9.00. Nemendur í 7. bekk mæta stundvíslega kl. 8.45 við bekkjarstofur (ekki seinna). Nemendur í 4. bekk mæta kl. 8.10.

4. bekkur – bréf Vallaskóla til nemenda og foreldra

7. bekkur – bréf Vallaskóla til nemenda og foreldra

www.namsmat.is – allt um samræmd könnunarpróf.

Samr.k.próf – 4. og 7. b/stæ Read More »

Samr.k.próf – 4. og 7. b./ísl

Dagsetningar samræmdra prófa í haustið 2011:
4. og 7. bekkur.

Fimmtudagurinn 22. september: Íslenska, kl. 9.00. Nemendur í 7. bekk mæta stundvíslega kl. 8.45 við bekkjarstofur (ekki seinna). Nemendur í 4. bekk mæta kl. 8.10.

4. bekkur – bréf Vallaskóla til foreldra og nemenda

7. bekkur – bréf Vallaskóla til nemenda og foreldra

www.namsmat.is – allt um samræmd könnunarpróf.

Samr.k.próf – 4. og 7. b./ísl Read More »