Á döfinni

Fræðslufundur

Miðvikudaginn 23. nóvember nk. verður foreldrafundur kl. 20:00 í Sunnulækjarskóla. Þar verður sérstaklega rætt um skaðsemi og kostnað munn- og neftóbaksneyslu.

Mætum öll!

Dagur íslenskrar tungu

Dagskrá verður í flestum árgöngum.

Það sem mun eiga sér stað er m.a: Eldri borgarar koma í heimsókn á yngsta stigið og verða með upplestur. 6. bekkur fer í heimsókn í leikskóla og nemendur lesa fyrir börnin. Í 7. bekk verður Stóra upplestrarkeppnin sett. Og á efsta stigi munu nemendur kynna Jónas Hallgrímsson og ljóð eftir hann verða lesin, sem og frumsamin ljóð 9. og 10. bekkinga.

Annaskipti/foreldraviðtöl

Í dag mæta nemendur með forráðamönnum sínum í viðtöl hjá umsjónarkennara. Farið verður yfir stöðu nýliðinnar annar og vitnisburður afhentur. Umsjónarkennarar senda út upplýsingar um viðtöl og tímasetningar.

Kærleikskeðja

Miðstig Vallaskóla hefur valið að kærleikur sé dyggð nóvembermánaðar. Af því tilefni höfum við ákveðið að tileinka kærleikann ,,degi gegn einelti“ 8. nóvember.

Þriðjudaginn 8. nóvember taka nemendur Vallaskóla höndum saman og mynda kærleikskeðju utan um skólann sinn. Nemendur og starfsmenn hittast úti á skólalóð upp úr kl. 11.20 (gengið er réttsælis). Þegar allir hafa náð saman höndum utan um skólann hringir skólabjallan og allir segja saman í einum kór ,,vinátta og kærleikur.“

Nemendur í 10. bekk verða sérlegir aðstoðarmenn kennara þegar myndun keðjunnar á sér stað en 10. bekkingarnir munu skipta sér upp og raða sér á alla bekki skólans.

Foreldrar eru hjartanlega velkomnir að koma, taka þátt í myndun keðjunnar og sýna stuðning sinn í verki.

Í keðju er hver og einn hlekkur mikilvægur og sama gildir um hvern og einn einstakling í Vallaskóla. Kærleikskeðjan sameinar okkur í að gera skólann okkar að stað sem öllum líður vel í kærleik og einingu.

Ath. að allir verða að klæða sig eftir veðri.

Kær kveðja,
starfsfólk Vallaskóla.

Kærleikskeðja

Miðstig Vallaskóla hefur valið að kærleikur sé dyggð nóvembermánaðar. Af því tilefni höfum við ákveðið að tileinka kærleikann ,,degi gegn einelti“ 8. nóvember.

Árborgar- og Flóaball

Árborgar- og Flóaball verður haldið í Sunnulækjarskóla, Fjallasal, fimmtudaginn 3. nóvember frá kl. 21.00-23.00 fyrir nemendur í 8.-10. bekk.

Dagskrá:

DJ Heiðar Austmann.

Sjoppa á staðnum.

Miðinn kostar 1000 kr. 700 kr. í forsölu (í Vallaskóla).

Foreldrar eru beðnir um að sækja börn sín strax að loknu balli.