Dagur íslenskrar tungu

Dagskrá verður í flestum árgöngum.

Það sem mun eiga sér stað er m.a: Eldri borgarar koma í heimsókn á yngsta stigið og verða með upplestur. 6. bekkur fer í heimsókn í leikskóla og nemendur lesa fyrir börnin. Í 7. bekk verður Stóra upplestrarkeppnin sett. Og á efsta stigi munu nemendur kynna Jónas Hallgrímsson og ljóð eftir hann verða lesin, sem og frumsamin ljóð 9. og 10. bekkinga.