Á döfinni

HPV bólusetning stúlkna í 7. og 8. bekk

Til foreldra/forráðamanna stúlkna í 7. og 8. bekk. Nú er komið að síðustu bólusetningunni við leghálskrabbameini en til að verða full bólusettur gegn HPV veirunni þarf að fá allar 3 sprauturnar. Á mánudaginn 16. apríl mun Halla hjúkrunarfræðingur bólusetja stelpurnar og þær sem eiga bólusetningarskirteini geta komið með það svo ég geti skráð í það. 

HPV bólusetning stúlkna í 7. og 8. bekk Read More »

Flóamarkaður

Nemendur í 10. bekk Vallaskóla á Selfossi halda flóamarkað í Tryggvaskála miðvikudaginn 4. apríl klukkan 11-18.Þar verður einnig hægt að kaupa gómsætar tertur til að taka með sér og/eða setjast niður og fá sér kaffi/kakó og vöfflur.Allur ágóði fer í ferðasjóð nemenda.

Flóamarkaður Read More »