Á döfinni

Alþjóðlegi bangsadagurinn

Alþjóðlegi bangsadagurinn verður haldinn í dag, 24. október. Dagskrá í yngri deild (1.-6. bekkur). Það verður bangsadiskó fyrir 1. – 6. bekk í íþróttasalnum á Sólvöllum. Nemendur mega koma í náttfötum og með bangsa á diskóið.  

Rithöfundur í heimsókn

Brynja Sif Skúladóttir rithöfundur mun heimsækja nemendur í 4.-6. bekk þriðjudaginn 22. október. Gert er ráð fyrir líflegum umræðum um ævintýraheima og eiga nemendur að vera búnir að undirbúa sig fyrir heimsóknina. Verkefnið kallar Brynja Ævintýrið í mér. Um leið og Brynja kemur og les úr sínu ævintýri þá mun hún ræða við börnin á …

Rithöfundur í heimsókn Lesa meira »

Norræna skólahlaupið

Þriðjudaginn 15. október verður Norræna skólahlaupið. Nemendur fá að velja um að hlaupa 2.5km 5.0km og 10km. Hlaupið verður á íþróttavallarsvæðinu og á Gesthúsasvæðinu þannig að nemendur fari aldrei yfir götu.   7.-10. bekkur byrjar kl: 8.10 og 1.-6. bekkur hleypur kl: 10.30. Nemendur þurfa að koma klædd eftir veðri og vera vel skóuð fyrir …

Norræna skólahlaupið Lesa meira »

Starfsdagur

Í dag, föstudaginn 4. október, er starfsdagur í Vallaskóla og kennarar á haustþingi. Það er sem sagt frí hjá nemendum í dag. Opið er á skólavistun.