Á döfinni
Skólaþing
Kæru fjölskyldur nemenda í Vallaskóla Fimmtudaginn 31. maí nk., kl.19:30, blásum við til skólaþings vegna komandi skólaárs þar sem farið verður yfir breytingar á efsta stigi í Vallaskóla. Þingið er haldið í austurrýminu á Sólvöllum. Gengið er inn Engjavegsmegin. Kynnt verður breytt fyrirkomulag náms og kennslu á efsta stigi og farið yfir niðurstöður skólaþings hjá …
20. Grunnskólamót Árborgar í frjálsum íþróttum
Grunnskólamót Árborgar í frjálsum íþróttum verður haldið í 20. sinn mánudaginn 28. maí 2018. Keppnin fer fram á frjálsíþróttavellinum á Selfossi. Klukkan 16:30 hefst keppni í 1.- 2.bekk, klukkan 17:15 hefst keppni í 3.-4.bekk. Spjótkast hjá strákum í 7.-10.bekk hefst klukkan 16:30 og spjótkast hjá stelpum í 7.-10.bekk hefst klukkan 17:15. Keppni í spretthlaupi, kúluvarpi …
Vallaland 7.-10. bekkur
Í dag, mánudaginn 28. maí, hefst hið þverfaglega námsverkefni – Vallaland. Það eru nemendur í 7.-10. bekk sem taka þátt í þessu. Vallaland stendur til og með 1. júní.
7. bekkur og Þórsmerkurferð
Í dag, fimmtudaginn 24. maí, fara nemendur í 7. bekk í hina árlegu Þórsmerkurferð. Heimkoma er eftir hádegi á morgun, föstudaginn 25. maí.
Skólaljósmyndataka í 1., 5. og 10. bekk
Í dag, þriðjudaginn 22. maí, verða ljósmyndir teknar af nemendum í 1., 5. og 10. bekk. Sjá nánar í tölvupósti frá umsjónarkennurum og deildarstjórum.
Annar í hvítasunnu – frí
Í dag, mánudaginn 21. maí, er annar í hvítasunnu. Það er því frí í dag.