Efnafræði er einföld og skemmtileg

Vísindaleg vinnubrögð, einföld efnafræði, hamur efna og hamskipti. Þetta er nokkuð sem kennt er í 7. bekk og er kennslubókin Auðvitað heimilið notuð til hliðsjónar. Á miðvikudögum gera nemendur einfaldar tilraunir og skýrslur eru gerðar eftir hverja tilraun.

Hér á meðfylgjandi myndum sjáum við tilraun sem kallast ,,Hönd í poka“ en þá er poki settur yfir hönd nemenda og pokanum lokað með límbandi við úlnið. Pokinn er látinn vera á í 10-20 mínútur. Markmið tilraunarinnar er að sýna nemendum að sviti gufar upp af líkamanum. Rakinn þéttist síðan þegar hann sest innan á plastpokann. Líklega komu fram einhver a-ha! augnablik meðan á þessu gekk.

 

ap-2016-2017-arg-2004-natturufraeditimi-2
Mynd: Vallaskóli (HB).
ap-2016-2017-arg-2004-natturufraeditimi-1
Mynd: Vallaskóli (HB).