Breyttar sóttvarnaraðgerðir

Kæru fjölskyldur.
(Bréfið er þýtt á pólsku og ensku).

Komiði öll sæl og blessuð.

Í þessu bréfi fjöllum við um tvö atriði:

1.    Breyttar sóttvarnaaðgerðir frá 25. mars 2021 til 1. apríl 2021 vegna C-19.
2.    Mæting eftir páskaleyfi.

Nánar:

1.    Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu taka gildi á miðnætti í kvöld. Þær fela í sér m.a. að grunnskólum verður lokað þar til páskafrí tekur við. Nemendur og starfsfólk Vallaskóla að undanskildum skólastjórnendum eiga ekki að mæta í skólann frá og með morgundeginum 25. mars og fram að páskafríi sem hefst 27. mars.

2.    Mæting nemenda eftir páskaleyfi er þriðjudaginn 6. apríl 2021 skv. stundaskrá með fyrirvara um breyttar sóttvarnaraðgerðir. Nánar síðar.

Fylgist með tölvupósti.

Gætið að smitgát öllum stundum og munið að við erum öll almannavarnir.

Kær kveðja.
Starfsfólk Vallaskóla.