Bónda- og lopapeysudagur

Föstudaginn 19. janúar gekk þorrinn í garð og bóndadagurinn markaði upphafið að því tímabili ársins. Og lopapeysurnar í allri sinni dýrð dregnar fram í tilefni dagsins, auk þess að snæða þorramat. Nema hvað!Nemendur og starfsfólk mættu í lopapeysum, lopakjólum eða lopapilsum. Síð, stutt, rennd, hneppt, heil, sú nýja eða sú gamla góða – skipti auðvitað ekki máli. Bara að mæta í lopa var aðalatriðið.

Mynd: Vallaskóli 2018.
Mynd: Vallaskóli 2018.
Mynd: Vallaskóli 2018.

Mynd: Vallaskóli 2018.