Bingó og göngutúr

Tenglar í 3. GMS héldu páskabingó rétt fyrir páskafrí. Bingóið tókst mjög vel og áttum við skemmtileg stund saman.

Ákveðið var að nemendur létu gott af sér leiða og létu ágóðann af bingóinu renna til Rauða krossins en þau söfnuðu 9000 kr. Við skelltum okkur svo í göngutúr og fórum að aðsetri Rauða krossins, þar sem við afhentum peninginn.

Guðrún María og krakkarnir í 3. GMS.