Bangsadagurinn

Bangsadagurinn fellur ár hvert á fæðingardag Theodore Teddy Roosevelt, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Af því tilefni viljum við hvetja alla foreldra til að minna börn sín í 1.-4. bekk á að koma með uppáhaldsbangsann sinn í skólann þann dag og öllum er velkomið að mæta í náttfötum eins og vanalega. Ekki er gert ráð fyrir sparinesti á þessum degi.