thorvaldur

Árshátíð unglingastigs

Í ár var árshátíðin á unglingastigi, Galaballið, haldið í íþróttahúsinu í Vallaskóla 29. nóvember sl. Nemendaráð Vallaskóla sá um undirbúning og skipulagningu og fékk aðstoð samnemenda sinna við það.

Samsöngur í Valhöll

Hér má sjá mynd af nemendum í 1. og 2. bekk en í síðasta tíma föstudaginn 7. desember var haldin söngstund í Valhöll. Og auðvitað voru jólalög sungin af miklum móð.

Aðventan

Aðventan er hafin og upphafið að henni í Vallaskóla er skreytingadagurinn. Hann var haldinn 30. nóvember sl. Þá setjum við að öllu jöfnu hefðbundna kennslu til hliðar og skreytum skólann með allskonar jólaskrauti, eins og hefðin gerir ráð fyrir.

Umburðarlyndi

Í haust unnu nemendur í skólanum með dyggðina umburðarlyndi. Einn liður í þeirri vinnu var að nemendur í 10. bekk skiptu liði og fóru í heimsókn til yngri skólafélaga sinna og fræddu þau um skoðanir sínar og svörðuðu spurningum.