thorvaldur

Úrslitakeppnin í Skólahreysti

Þá er komið að því. Lið Vallaskóla keppir í úrslitakeppni Skólahreysti í kvöld, sem fram fer í Laugardalshöll. Stuðningslið 8.-10. bekkjar undirbýr sig nú að kappi og ætlar að hvetja okkar fólk til dáða að sjálfsögðu!

Fundargerð skólaráðs 12. mars 2013

Fundur haldinn í skólaráði Vallaskóla þriðjudaginn 12. mars kl. 17:00 á kaffistofu kennara. Mættir eru: Guðrún Eylín Magnúsdóttir, Helga R. Einarsdóttir, Svanfríður K. Guðmundsdóttir, Hergeir Grímsson, Jón Özur Snorrason, Gunnar Bragi Þorsteinsson,Guðbjartur Ólason, Hrönn Bjarnadóttir og Kári Valgeirsson. 1. mál á dagskrá: Skóladagatal 2013 – 14. Starfsdagar og frí eru samræmd í skólum Árborgar. Stefnt …

Fundargerð skólaráðs 12. mars 2013 Lesa meira »

Nemendur höfðu betur

Það var ekkert öðruvísi. Nemendur í 10. bekk höfðu betur í þetta sinn gegn starfsmönnum skólans á íþróttadegi, þrátt fyrir mikla baráttu og samstilltan hóp kennara, skólastjórnanda og stuðningsfulltrúa.

Hæfileikakeppni NEVA

Hæfileikakeppni var haldin í Vallaskóla þann 16. apríl fyrir nemendur í Vallaskóla og Sunnulækjarskóla. Keppnin var vel heppnuð og talsverður fjöldi nemenda úr báðum skólum mættu til að horfa á þessa frábæru skemmtun.