Annaskipti
Annaskiptin eru framundan. Vorönn hefst senn. Hér má sjá bréf til foreldra sem einnig var sent út á Mentor.
Annaskiptin eru framundan. Vorönn hefst senn. Hér má sjá bréf til foreldra sem einnig var sent út á Mentor.
Til foreldra /forráðamanna barna í Vallaskóla Við viljum vekja athygli á því að frá 1. janúar 2014 eru tannlækningar gjaldfrjálsar, fyrir utan 2500 kr. árlegt komugjald, fyrir börn á aldrinum 10 til og með 17 ára auk þriggja ára barna. Sjá frekari upplýsingar í viðhengi og á heimasíðu HH http://www.heilsugaeslan.is/um-heilsugaesluna/frettir/frett/2014/01/07/A-barnid-thitt-rett-a-gjaldfrjalsum-tannlaekningum/ Afmælisdagurinn gildir Okkur langar til …
5. fundur 13. febrúar 2014. Mætt: Guðbjörg Ósk, Theódóra, Álfrún, Anna Júlía, Þórunn, Dagur, Sunneva, Ívar. Már ritaði fundargerð. 1. MIM sagði frá samtali við deildarstjóra varðandi „kvöldvöku/vökukvöld“ í lok feb., byrjun mars. Vel tekið í hugmyndina og unnið áfram með hana. 2. Sunnó vs. Valló hefur verið rætt lauslega milli skóla. Áhugi á að …
Í vikunni var þorrablót hjá krökkunum í 4. bekk. Frá hausti hafa krakkarnir verið að vinna með bókina „Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti“. Þar lærðu þeir um gömlu mánaðaheitin og hvaða störf voru unnin áður fyrr í sveitum landsins. Hver mánuður var lesinn og unnin fjölbreytt einstaklingsverkefni sem öllum var safnað saman í stórar vinnubækur.
Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 19:30 verður haldið Þorrabingó í Vallaskóla. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir! Bingóið verður haldið í Austurrýminu á Sólvöllum og gengið er inn um anddyrið við Engjaveg.
Kynning á framhaldsskólanámi – súpufundur í Vallaskóla fimmtudaginn 13. febrúar Þetta er kynning fyrir foreldra nemenda í 10. bekk í Vallaskóla þar sem farið verður yfir fyrirkomulag og framkvæmd innritunar í framhaldsskóla ásamt hugleiðingum um hvað sé framundan. Hvenær og hvar: Fimmtudaginn 13. febrúar frá 17:30-19.00 í stofu 20 á Sólvöllum. Gengið inn um …
Kynning á framhaldsskólanámi – súpufundur í Vallaskóla Read More »
Fyrir skemmstu fórum við í 2. og 6. bekk í Gullin í grenndinni ferðina okkar sem gekk mjög vel og var alveg stór skemmtileg. Við lögðum af stað í myrkri kl. 8:10 og komum heim í björtu rétt fyrir kl. 10:00 í frábæru veðri.
Snævar Ívarsson, framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi, heimsótti Vallaskóla í dag og fræddi nemendur, foreldra og starfsfólk um málefni lesblindra. Afar fróðlegt var að hlýða á erindi Snævars.
Framhaldsskólarnir eru margir hverjir að kynna starf sitt með því að halda opið hús. Þar gefst verðandi framhaldsskólanemum, nemendum í 10. bekk, að koma og kynnast því sem fram fer. Hér til hliðar undir ,,Tilkynningar“ má sjá auglýsingar frá hinum ýmsu skólum um kynningarnar, tímasetningar ofl. Endilega fylgist því með.
4. fundur 6. febrúar 2014 Mættar: Guðbjörg Ósk, Theódóra, Álfrún. Már stýrir fundi. 1. Rætt um uppsetningu og útlit árbókar 10. bekkjar. 2. Skipt með sér verkum varðandi árbók. Fundi slitið klukkan 15:00.