thorvaldur

Vetrarfrí

Og það er líka vetrarfrí í dag, föstudaginn 21. mars. Njótið bara áfram að vera í fríi. Sjáumst í skólanum mánudaginn 24. mars.

Gísli súri

Nemendur í 10. bekk munu fara á leiksýningu Kómedíuleikhússins ,,Gísli súri“ í dag. Sýningin verður í félagsmiðstöðinni Zelsiuz og fer fram á skólatíma. Góða skemmtun!

Kvöldvaka

Kvöldvaka verður haldin á unglingastigi frá kl. 18.00-22.00 í dag, mánudaginn17. mars. Fer hún fram í Austurrýminu á Sólvöllum og gengið er inn Engjavegsmegin. Foreldrar þeirra nemenda sem ætla að mæta eru beðnir um að fylgjast vel með því að börn þeirra fari beint heim að kvöldvöku lokinni.

NEVA Fundur 13. mars 2014

NEVA fundur 13. mars 2014. Kl 13:45. Mætt: Theódóra, Guðbjörg, Þórunn, Sunneva, Ívar. MIM ritar fundargerð. 1. Skipulögð vinna við kvöldvöku 17.3. Verkum deilt niður og stöðvar ákveðnar. 2. Rætt um breytingu á skipulagi NEVA fyrir næsta ár. Fundi slitið 15:00.

Gullin í grenndinni

Nemendur í 2. GG og 6. GEM fóru í skógarferð í vikunni. Verkefni dagsins var að athuga hvort fóðurkúlurnar sem nemendur fóru með út í skóg í febrúar hefðu verið borðaðar og leita að sverasta trénu á svæðinu okkar.

Árshátíð í 5. bekk

Árshátíð nemenda í 5. bekk verður haldin í Austurrýminu á Sólvöllum miðvikudaginn 12. mars. Hefst hún kl. 17.30. Gengið er inn um anddyrið Engjavegsmegin. Sjá að öðru leyti upplýsingar frá umsjónarkennurum.

Samfés og The Tension

Samféshátíðin verður haldin dagana 7.-8. mars. Stúlknahljómsveitin The Tension frá Vallaskóla mun taka þátt í Samfés. Sjá nánar á: http://www.samfes.is/index.php/frettir/204-samfestingurinn-2014