thorvaldur

Vetrarfrí

Við minnum á að föstudaginn 23. febrúar og mánudaginn 26. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Árborgar. Vallaskóli og frístundarheimilið Bifröst verða því lokuð þessa daga. Skólastarf hefst aftur skv. stundaskrá þriðjudaginn 27. febrúar. Hafið það gott í fríinu. Starfsfólk Vallaskóla.

Vetrarfrí Read More »

Betri svefn

Í samstarfi við Árborg, Samborg og foreldrafélög Vallaskóla og Sunnulækjarskóla verðum við með frábæran viðburð í Austurrými Vallaskóla þriðjudagskvöldið 27. febrúar kl. 19.30-21.30. Gengið inn frá Engjavegi. Umfjöllunarefni að þessu sinni er SVEFN.

Betri svefn Read More »

Lífið er læsi

,,Þriðjudaginn 20. febrúar sl. var hátíðleg athöfn í Vallaskóla þar sem fulltrúar leik- og grunnskóla í Árborg tóku á móti læsisveggspjöldum. Þau eru hluti af nýlegri læsisstefnu og geta skólarnir nú hengt þau upp á öllum leikskóladeildum og skólastofum grunnskólanna.

Lífið er læsi Read More »

Perlukarl

Baldvin Barri í 4. bekk gerði þennan stóra flotta perlukarl um daginn. Fyrst var hann einn í þessu en hægt og bítandi breyttist myndin í samvinnuverkefni þar sem margir hjálpuðu til við að flokka perlur eftir lit og jafnvel raða þeim á spjöldin.

Perlukarl Read More »

Innritun í grunnskóla skólaárið 2018−2019

Innritun barna sem eru fædd árið 2012 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2018 fer fram 14.−28. febrúar næstkomandi. Hægt er að innrita rafrænt í viðkomandi grunnskóla og frístundaheimili inni á Mín Árborg sem er á heimasíðu Árborgar www.arborg.is eða á eyðublöðum sem eru aðgengileg á heimasíðum grunnskólanna og í Ráðhúsinu.

Innritun í grunnskóla skólaárið 2018−2019 Read More »