Framkvæmdir hafnar

Nú er komið að því. Framkvæmdir eru að hefjast við hina svokölluðu útigarða í vesturálmu Sólvalla.

Eins og sjá má á meðfylgjandi kranamynd eru JÁ-verktakar að koma sér fyrir á skólalóðinni að norðanverðu en þeir munu sjá um jarðvegsskiptingu í görðunum. Þegar því lýkur munu verktakar taka við að steypa plötu og því næst verður görðunum tveimur lokað með stál- og glerpýramídum. Stefnt er á að næsta haust verði teknar í notkun tvær fullbúnar kennslustofur í þessum rýmum. Þetta verður afar góð viðbót fyrir okkur öll í Vallaskóla, að ekki sé minnst á skólasamfélagið í Árborg, og við erum því full tilhlökkunar.

Þó fyllsta öryggis sé gætt við framkvæmdirnar þá við viljum biðja alla að halda sig í öruggri fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu sjálfu.

Mynd: Vallaskóli 2018 (GS).