thorvaldur

Skóli í 10 ár

Tíunda starfsár Vallaskóla er nú hafið. Í nógu er að snúast og allt hefur gengið vel á fyrstu dögum starfsins. Myndir frá skólasetningu eru nú til staðar í myndaalbúmi hér á síðunni.

Útileikfimi í 5.-10. bekk


5. – 10. bekkur verður í útileikfimi 23. ágúst – 9. september

M.a. verður farið í fótbolta, frjálsar, ratleiki og hlaup.

A.t.h.
Nemendur verða að koma með fatnað sem hentar til íþróttaiðkunar úti, þ.e.a.s. vera með föt til skiptanna.

Íþróttaskór eru nauðsynlegir.

Allir þurfa að muna að klæða sig eftir veðri.

Skólasetning 2011-2012

Skólasetning skólaársins 2011-2012 fer fram í dag, 22. ágúst. Tíunda starfsár Vallaskóla hefst.

Nemendur mæta sem hér segir:

2., 3. og 4. bekkur kl. 9.00. Íþróttasal Vallaskóla.
5., 6. og 7. bekkur kl. 10.00. Íþróttasal Vallaskóla.
8., 9. og 10. bekkur kl. 11.00. Íþróttasal Vallaskóla.

Nemendur í 1. bekk og foreldrar þeirra verða boðaðir sérstaklega.

Skólabyrjun

Þá eru kennarar mættir til starfa og námsundirbúningur hafinn. Skólasetningin, mánudaginn 22. ágúst, verður sem hér segir í íþróttasal Vallaskóla:

Nemendur í 2., 3. og 4. bekk mæta kl. 9.00.
Nemendur í 5., 6. og 7. bekk mæta kl. 10.00.
Nemendur í 8., 9. og 10. bekk mæta kl. 11.00.

Skrifstofan er opin

Skrifstofa Vallaskóla opnaði í dag eftir sumarleyfi. Afgreiðslutími er frá kl. 8.00-16.00 og síminn að venju 480 5800. Skólavistun opnaði í síðustu viku.